Kontra Nordic - til framtíðar

Í skýrslu stjórnar skal fjalla um og staðfesta upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að leggja mat á árangur,  sjálfbærni og óvissuþætti 


Í samræmi við þróun á alþjóðavísu var með lögum nr. 102/2020 skerpt á gildandi kröfum um upplýsingar sem  stjórn skal staðfesta.  Við leggjum áherslu á framsetningu þessara upplýsinga sem varða gagnsæi og traust, sem skipta höfuðmáli fyrir ásýnd félaga og orðspor.  

 

„We’re at a transformative moment in the history of the corporation. 

Traditional accounting can’t fully account for corporate value in a world dominated by intangible assets.“  

Integratedreporting.org

 

 

Í upphafi skal endinn skoða

Kontra býður upp á sérhæfða ráðgjöf  við framsetningu upplýsinga sem fjalla skal um og staðfesta í skýrslu stjórnar.  Kontra býður einnig upp á ráðgjöf við  uppbyggingu þeirra innri ferla og stjórnarhátta sem upplýsingagjöf þessi skal byggja á og við staðfestingu þeirra.   

Kontra Nordic er í farabroddi þekkingaruppbyggingar hér á landi á sviði upplýsinga í skýrslu stjórnar á sviði framsetningar árangurs af starfseminni með vísan til viðeigandi árangursvísa,  umfjöllunar um þróun og stöðu þeirra þátta sem starfsemin byggir á, lýsingar á viðskiptalíkani, megináhættu og óvissu og umfjöllun um áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag.  Við leggjum áherslu á virðissköpun, rekstrarlíkan, heildarsamhengi og samtengingu þeirra upplýsinga sem staðfesta skal í skýrslu stjórnar í samræmi við fyrirliggjandi kröfur á þessu sviði.  

Við leggjum áherslu á framsetningu upplýsinga sem í breyttu umhverfi skipta nú höfuðmáli fyrir ásýnd og orðspor félaga.