Kontra Nordic - til framtíðar
Í skýrslu stjórnar skal samþætta fjárhagsupplýsingar við ófjárhagslegar og staðfesta þær stjórnendaupplýsingar í árs- og samfélagsskýrslu sem eru mikilvægar fyrir haghafa
“We’re at a transformative moment in the history of the corporation.
Traditional accounting can’t fully account for corporate value in a world dominated by intangible assets.”
Integratedreporting.org
Í upphafi skal endinn skoða
Í skýrslu stjórnar skal samþætta fjárhagsupplýsingar við ófjárhagslegar og staðfesta þær stjórnendaupplýsingar í árs- og samfélagsskýrslu sem eru mikilvægar fyrir haghafa um árangur, þróun, áhrif og óvissuþætti.
Mikilvægt er að fyrirtæki og stofnanir aðlagi upplýsingagjöf sína að breyttum lagaákvæðum á þessu sviði í 66 gr. ársreikningalaga – ekki síst með hliðsjón af auknum kröfum í farvatninu á þessu sviði um framsetningu og staðfestingu þessara upplýsinga.
Kontra veitir ráðgjöf á þessu sviði. Kontra veitir einnig ráðgjöf um uppbyggingu innri ferla og stjórnarhátta sem upplýsingagjöf þessi skal byggja á, í samræmi við markmið og kröfur um ábyrga stjórnarhætti.
Kontra Nordic er í farabroddi þekkingaruppbyggingar á þessu sviði hér á landi.
Kontra byggir ráðgjöf sína á gildandi lögum, leiðbeiningum reikningsskilaráðs og alþjóðlegum kröfum sem í farvatninu um m.a. staðfestingu ytri endurskoðanda á sjálfbærniupplýsingum sem stjórn skal staðfesta í ársreikningi.
Upplýsingar um árangur, óvissuþætti og sjálfbærni sem stjórn skal staðfesta í skýrslu sinni í ársreikningi þurfa að vera með vísan til viðeigandi fjárhagslegra og ófjárhagslegra árangursvísa og stöðu annarra þeirra þátta, þmt. óefnislegra, sem starfsemin byggir á. Í tilviki skráðra félaga skal upplýsingagjöfin ná til allra þeirra þátta sem hafa áhrif á heildarvirði félags á markaði.
Upplýsingagjöfin skal byggja á grunni greinargóðrar lýsingar á viðskiptalíkani félagsins í skýrslu stjórnar út frá því hvernig félagið skapar virði fyrir haghafa þess.
Í samræmi við fyrirliggjandi kröfur leggur Kontra áherslu á framsetningu viðskiptalíkans út frá virðissköpun, greining hagahafa og að hugað sé að heildarsamhengi upplýsing og viðeigandi samtengingu fjárhagslegra og ófjárhagslegra upplýsinga – í samræmi við viðmið um bestu framkvæmd á þessu sviði.
Við leggjum áherslu á veita heildstæða ráðgjöf um hvernig standa skal að samþættingu þeirra upplýsinga stjórnenda sem lögum samkvæmt skal staðfesta í skýrslu stjórnar í ársreikningi – sem gefa skulu glöggt yfirlit yfir árangur, stöðu, þróun, óvissuþætti og sjálfbærni í rekstri. Upplýsingar sem stjórn þarf að staðfesta í skýrslu sinni, sem í breyttu umhverfi skipta höfuðmáli fyrir ásýnd og orðspor félaga.