Samþættar upplýsingar

Við leggjum áherslu á ráðgjöf við framsetningu upplýsinga sem í breyttu umhverfi skipta höfuðmáli fyrir ásýnd og orðspor fyrirtækja.  

Greinargóðar upplýsingar um árangur í starfseminni, stöðu félags í ljósi þróunar ytri þátta og markmiða um sjálfbærni og um óvissuþætti eru afar mikilvægar upplýsingar fyrir fjámagnsveitendur og aðra haghafa svo sem starfsmenn og viðskiptavini. Ákvæði um upplýsingagjöf þessa sem stjórn skal staðfesta í skýrslu sinni er að finna í 66 gr. ársreikningalaga.   

Með það að markmiði að tryggja gagnsæi í rekstri stærri fyrirtækja og í samræmi við alþjóðlega þróun var með lögum 102/2020 skerpt á kröfum um upplýsingar sem skulu vera í skýrslu stjórnar í ársreikningi sem gefa skulu glöggt yfirlit yfir árangur, stöðu og óvissuþætti.  

Skýrslu stjórnar með ársreikningi skal með hnitmiðuðum hætti veita upplýsingar um mikilvæg atriði og skal að heildarsamhengi og samtengingu þeirra upplýsinga sem veita skal og veittar eru í skýrslu stjórnar.  

Kontra  Nordic með samstarfsaðila okkar CF Report er í fararbroddi að veita fyrirtækjum ráðgjöf við framsetningu þessara upplýsinga. Hér leggjum áherslu á eftirfarandi atriði sem fyrirtæki ættu að hafa í forgrunni 

  • Byggja ætti upplýsingagjöfina á heildstæðri stefnu  um það hvernig félagið ætlar að standa að upplýsingagjöf til innri og ytri haghafa (e. reporting strategy).    
  • Leggja ætti áherslu á að setja fram árangur af starfseminni með því að vísa til þeirra sértæku lykil árangursvísa sem endurspegla best meginþætti starfseminnar en ennfremur ætti að gera grein fyrir og fjalla um árangur einstakra verkefna sem ráðist hefur verið í til að viðhalda hæfi félagsins til sjálfbærar virðissköpunar (e. sustainability dashboard).
  • Við framsetningu á viðskiptalíkani ætti að gera það á grunni myndrænnar framsetningar með áherslu á þá virðisþætti sem starfsemin byggir á og hvernig félagið á þeim grunni skapar virði fyrir viðskiptavini, eigendur og aðra haghafa. Við köllum framsetning viðskiptalíkans með kjörnun í virðissköpun (e. value creating umbrella model) .  
  • Afar mikilvægt er að í skýrslu stjórnar sé huga vel að heildarsamhengi þeirra upplýsinga sem veita skal og veittar eru. Þetta er gert með því  að tengja saman upplýsingar með greinargóðri samtengingarsíðu (e. summarized lending page), sem um leið er nýtt sem samtengingargrunnur í stafrænni framsetningu upplýsinga um starfsemina á  vef félagsins.  
  •  Vísa ætti í þá staðla sem stuðst er við á sviði samfélags og umhverfismála en ekki týnast í því að tikka í box. Það er gott að fylgja stöðlum og fjallið endilega um hvaða staðla þið tekið mið af, en hafið í huga að fáir hafa í raun áhuga á þeim upplýsingum og það ber að legggja áherslu á það sem skiptir máli. 
  • Upplýsingar sem félög birta í sérstökum árs- og samfélagsskýrslum koma ekki í stað þeirra samþættu upplýsinga sem vera skulu hluti af skýrslu stjórnar í ársreikningi. 
  • Í upplýsingagjöf á sviði samfélags- og umhverfismála ætti að leggja megináherslu á umfjöllun um stefnu félagsins og árangur með vísan til þess hvernig félagið hefur samþætt markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í starfsemi sína og að fjalla um árangur . 
  • Sem upphafspunktur að vinnu á þessu sviði þarf að að liggja fyrir ítarleg frávikagreining (e. GAP-analysis) á því hvernig núverandi upplýsingagjöf félagsins stendur í samanburði við viðmið sem liggja fyrir á þessu sviði (þ.e. leiðbeiningar reikningsskilaráðs um framsetningu upplýsinga í skýrslu stjórnar sem nú er verið að fara að birta á samráðsgátt stjórnvalda). 
  • Horfa ættti til þess hvernig hægt er að nýta skýra og hnitmiðuð upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar til þess að einfalda framsetningu annarra upplýsinga um félagið á vef þess og styrkja ásýnd félagsins gagnvart viðskiptavinum, starfsmönnum, eigendum þess og öðrum lykihaghöfum. 
  • Hafið í huga að þetta snýst um meira en bara uppfylla lagakröfur- þetta er spurning um gagnsæi og það traust sem félagið byggir framtíð sína á. 

 

Við aðstoðum fyrirtæki við að stilla upp stefnu um upplýsingagjöf byggt á stöðu núverandi upplýsingagjafa, veitum ráðgjöf og aðstoðum fyrirtæki að þróa áfram upplýsingagjöf  í skýrslu stjórnar í ársreikningi.  Okkar ráðgjöf byggir á löggjöf hér á landi í þróun á þessu sviði á alþjóðavísu.

Leiðbeiningar um framsetningu upplýsinga í skýrslu stjórnar í ársreikningi hafa fram til þessa ekki legið fyrir hér á landi, eins og tilfellið er víða erlendis.  

Í samræmi við skilgreint hlutverk sitt er reikningsskilaráð hér á landi nú að fara að gefa út slíkar leiðbeiningar- sem stefnt er að birta á samráðsgátt stjórnvalda í október 2021.  

 

two white printer papers near macbook on brown surface

Í upphafi skal endinn skoða

Kontra býður upp á sérhæfða ráðgjöf á sviði framsetningar upplýsinga í skýrslu stjórnar, óvissu og áhættugreininga og uppbyggingu þess burðarvirkis ábyrgra stjórnarhátta sem upplýsingagjöf þessi skal byggja á og staðfestingu þeirra.  Upplýsinga sem varða gagnsæi og traust – sem í breyttu umhverfi skipta höfuðmáli fyrir ásýnd félaga og orðspor. 

Kontra Nordic er í farabroddi þekkingaruppbyggingar hér á landi á þessu en mikil þróun er hér á alþjóðavísu og þá ekki síst tengt áherslu á samþætt reikningsskil.