Samþættar upplýsingar

Áreiðanlegar og greinargóðar viðbótarupplýsingar um árangur, stöðu, áhættu og óvissuþætti eru afar mikilvægar upplýsingar fyrir fjámagnsveitendur en upplýsingar um þessi atriði eru einnig mikilvægar fyrir aðra haghafa svo sem starfsmenn og viðskiptavini. Ákvæði um upplýsingagjöf þessa sem stjórn skal staðfesta í skýrslu  er að finna í 66 gr. ársreikningalaga. Gerð er krafa um að upplýsingar þær sem veittar eru gefi  glöggt yfirlit yfir þau atriði sem fjalla skal um í samþættum reikningsskilum félags og stjórn skal staðfesta.   

Sjálfbærni upplýsingar sem veita skal lögum samkvæmt skulu vera hluti af skýrslu stjórnar í ársreikningi. Upplýsingar sem félög birta í sérstökum samfélagsskýrslum koma ekki í stað þeirra samþættu upplýsinga sem vera skulu hluti ársreiknings eða  samþættrar ársskýrslu. 

Með það að markmiði að tryggja gagnsæi í rekstri stærri fyrirtækja og í samræmi við alþjóðlega þróun var nýlega hér á landi, með lögum 102/2020 skerpt á kröfum um upplýsingar, sem skulu vera hluti ársreiknings og gefa skulu glöggt yfirlit yfir árangur, stöðu og óvissuþætti.  Til að upplýsingarnar geti talist gefa glöggt yfirlit, sem krafa er gerð um í lögunum, verða þær að vera settar fram með greinargóðum hætti í samræmi við viðmið um bestu framkvæmd.  Það að upplýsingagjöfin sé sett fram byggt á viðurkenndum leiðbeiningum á þessu sviði er hér grundvallar atriði. 

Leiðbeiningar um framsetningu upplýsinga í skýrslu stjórnar í ársreikningi hafa fram til þessa ekki legið fyrir hér á landi en þær liggja fyrir á alþjóðavísu.

two white printer papers near macbook on brown surface

Í upphafi skal endinn skoða

Kontra býður upp á sérhæfða ráðgjöf á sviði óvissu og áhættugreininga og uppbyggingu burðarvirkis ábyrgra stjórnarhátta fyrir framsetningu árangurs og tengt samfélagsábyrgðar fyrirtækja. Kontra býður einnig upp á óháða staðfestingu þeirra upplýsinga stjórnenda sem stjórn skal staðfesta í ársreikningi. 

Kontra Nordic er í farabroddi þekkingaruppbyggingar hér á landi á þessu en mikil þróun er hér á alþjóðavísu og þá ekki síst tengt áherslu á samþætt reikningsskil.