“We’re at a transformative moment in the history of the corporation. 

Traditional accounting can’t fully account for corporate value in a world dominated by intangible assets.”  

Integratedreporting.org

 

 

Í upphafi skal
endinn skoða

Í stjórnendaupplýsingum (e. Management report) sem skal vera hluti árlegra reikningsskila stórra skipulagsheilda skal samþætta og samtengja þær fjárhagslegu- og ófjárhagslegu upplýsingar sem eru mikilvægar fyrir hagaðila.  Stjórnendaupplýsingar skulu gefa skulu glöggt yfirlit yfir árangur, áhrif og óvissuþætti sem starfsemin stendur frammi fyrir, út frá starfsemislíkans viðkomandi skipulagsheildar.  

Mikilvægt er að fyrirtæki aðlagi upplýsingagjöf sína að breyttum  lagaákvæðum á þessu sviði sbr. ný ákvæði í 66 gr.  Einnig er mikilvægt að þær undirbúi sig fyrir enn auknar kröfu í farvatninu skv. ákvæðum CSRD-tilskipunar ESB, sem verða innleidd í ákvæði 66 d gr. laga um ársreikninga. 

Lykil ákvæði nýrra ákvæða er að auk reikningsskila sjálfbærni byggt á ESRS stöðlum, skal veita upplýsingar mikilvæga óefnislega virðisþætti (e. key intangiable resources) sem starfsemislíkan viðkomandi skipulagsheildar byggir á.  

Hinar nýju kröfur sem leiða af innleiðingu ákvæða CSRD ná til stórra fyrirtækja með auknum kröfum til fyrirtækja með skráð verðbréf og opinberra aðila sem sem byggja reikningsskil sín á rammaumgjörð staðla IFRS/IPSAS. Nýjar og auknar kröfur ná einnig til þeirra stjórnarhátta og ferla sjálfbærni sem stórar skipulagsheildir skulu innleiða.  Hvað stjórnahætti varðar gegna endurskoðunarnefndir lykilhlutverki.  


Þær bera ábyrgð á að tryggja heilindi þeirra upplýsinga sem veittar eru, sbr. nýtt ákvæði í lögum um ársreikning um hlutverk endurskoðunarnefnda, sem innleitt var fyrr á þessu ári, með lögum nr. 6/2024.

Kontra Nordic er í farabroddi hér á landi hvað varðar þekkingaruppbyggingu á innleiðingar þesssara nýju krafna.  

Í ráðgjöf Kontra er lögð áhersla að skipulagsheildir verði sjálfbær til framtíðar litið í upplýsingagjöf sinni, með áherslu á að innleiðingu þeir stjórnunarferlar sem til staðar þurfa að vera, til að tryggja heildindi þeirra upplýsinga sem veita ber.   

Þessi nálgun, að byggja upp innri ferla er mikilvægt til að lágmarka kostnað vegna aðkeyptrar ráðgjafar, sem litlum virðisauka skilar.   

Kontra Nordic veitir ráðgjöf um framsetningu upplýsinga í árlegum reikningsskilum og um innleiðingu innri ferla sjálfbærni og innra eftirlits  sem upplýsingagjöf þessi skal byggja á, í samræmi við kröfur um góða stjórnarhætti.  

Kontra byggir ráðgjöf sína á gildandi lögum, leiðbeiningum reikningsskilaráðs og alþjóðlegum kröfum í farvatninu um samþættingu og samtengingu sem tengja verða hluti innleiðingar CRSR-tilskipunar ESB. Lögð er áhersla á skilvirkni í upplýsingagjöf, í samræmi við leiðbeiningar IFRS um samþætta stjórnun (Integrated thinking), sem aftur byggja niðurstöður TCFD-vinnu Alþjóða fjármálastöðuleikaráðsins og megininntaki hins nýja IFRS S1 staðalsins sem ákvæði CSRD taka mið af og ákvæði nýrra viðmiða sem beint er til opinberra aðila skv. rammaumgjörð IPSAS-staðla 

Upplýsingar um árangur, óvissuþætti og sjálfbærni sem stjórn skal staðfesta í skýrslu sinni í ársreikningi þurfa að vera með vísan til viðeigandi árangursvísa auk umfjöllunar um stöðu þeirra óefnislegu virðisþátta sem viðskiptalíkanið byggir á. Í tilviki skráðra félaga skal upplýsingagjöfin ná til allra þeirra þátta sem hafa áhrif geta haft á heildarvirði félags á markaði. 

Upplýsingagjöfin skal byggja á grunni greinargóðrar lýsingar á viðskiptalíkani félagsins í skýrslu stjórnar út frá því hvernig félagið skapar virði fyrir haghafa þess.  

Í samræmi við fyrirliggjandi kröfur leggur Kontra áherslu á framsetningu viðskiptalíkans út frá virðissköpun, greining hagahafa og að hugað sé að heildarsamhengi upplýsing og viðeigandi samtengingu fjárhagslegra og ófjárhagslegra upplýsinga – í samræmi við viðmið um bestu framkvæmd á þessu sviði. Það eru viðmið um samþætta upplýsingagjöf (Integrated Reporting) sem IFRS Foundation vísar nú til og sem er grunnur nýrra tilskipana ESB á þessu sviði.  

Við leggjum áherslu á veita heildstæða ráðgjöf um hvernig standa skal að samþættingu þeirra upplýsinga stjórnenda sem lögum samkvæmt skal staðfesta í skýrslu stjórnar í ársreikningi .  

Upplýsingar sem stjórn þarf að staðfesta í skýrslu sinni, sem í breyttu umhverfi skipta höfuðmáli fyrir ásýnd og orðspor félaga.