Viðbótarupplýsingar

Vönduð og vel unnin skýrsla stjórnar í árlegum reikningsskilum er ein mikilvægasta undirstaða heilbrigðs verð- og lánshæfismats fyrirtækja. Í viðbótarupplýsingum í skýrslu stjórnar skulu koma fram upplýsingar nauðsynlegar til að leggja mat á árangur, stöðu, megin óvissuþætti og áhrif og skal upplýsingagjöfin byggja á þeim ólíku virðisþáttum sem starfsemin byggir á. Viðbótarupplýsingar við ársreikning eru afar mikilvægar til að tryggja gagnsæi í rekstri fyrirtækja og eru þær því forsenda þess traust sem til staðar þarf að vera á milli markaðsaðila.

Einstakir stjórnarmenn félags skulu með undirritun sinni staðfesta gæði viðbótarupplýsinga sem við ársreikning sem skulu gefa glögga mynd af árangri, stöðu og megin óvissuþáttum sem starfsemin stendur frammi fyrir á hverjum tíma. Út frá ábyrgð þeirra er afar mikilvægt að fylgja viðurkenndum viðmiðum við framsetningu viðbótarupplýsinga sem lög kveða á um. Fram til þessa hafa hér á landi ekki verið til staðar leiðbeiningar um framsetningu viðbótarupplýsinga sem stjórn skal ábekja. Í nágrannalöndum hefur víða verið sett slík viðmið og á alþjóðavísu eru til staðar alþjóðleg viðmið um framsetningu samþættra reikningsskila. Þau viðmið, the Integrated reporting framework -IR, eru notuð bæði fyrir upplýsingagjöf fyrirtækja á markaði, stofnana í opinberum rekstri og í reikningsskilum sveitafélaga.

Alþjóðleg viðmið um samþætta upplýsingagjöf taka mið af þörfum fjármagnveitenda til langstíma, svo sem lífeyrissjóða og annarra aðila sem bera ríka umboðsskyldu gagnvart haghöfum sínum. Viðmiðin eru byggð á samþættingu upplýsingagjafar sem stjórn skal ábekja í árlegum reikningsskilum við stefnumið viðkomandi fyrirtækis og stjórnarhætti. Upplýsingagjöf um árangur, stöðu og megin óvissuþætti skal byggja á greinargóðri framsetningu viðskiptalíkans út frá þeim ólíku virðisþáttum sem starfsemin byggir á. Einnig taka viðmiðin á því hvernig samþætta skal fjárhagslega upplýsingagjöf við upplýsingagjöf um ófjárhagslega málefni (ESG), út frá áhrifum félagsins á umhverfi og samfélag, og áhættuþætti í bráð og lengd í því samhengi. Viðmið um samþætta upplýsingagjöf nýttast því vel afar vel meðal og stórum fyrirtækjum starfandi á markaði, stofnunum í opinberum rekstri og sveitafélögum sem þurfa í viðbótarupplýsingum við ársreikning, sem vera skal hluti skýrslu stjóranr, skulu veita glöggt yfirlit yfir árangur og óvissuþætti starfseminnar og áhrif. Nánari upplýsingar um viðmiðin má finna hér að neðan.

Um kröfur til viðbótarupplýsinga við ársreikning sem stjórn skal ábekja í árlegum reikningsskilum er fjallað í í ákvæðum IV kafla laga um ársreikning. Upplýsingagjöf á þessu sviði hefur fram til þessa fengið litla athygli en það er að breytast m.a. með nýjum ákvæðum í IV kafla reglugerð 696/2019 sem komu fram á síðasta ári og auknum áherslum eftirlitsaðila, ársreikningaskrá. Nú liggja síðan fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingar á ársreikningalögum

Með þessum breytingum sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt til á ákvæðum í lögum um ársreikninga er verið að skerpa enn frekar á gildandi kröfum á sviði viðbótarupplýsinga sem vera skal hluti árlegra reikningsskila fyrirtækja og stofnanna, með áherslu á kerfislega mikilvæg fyrirtæki. Breytingar skulu leiða til aukins gagnsæis og stuðla að auknu trausti í íslensku atvinnulífi. https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=721

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2636

FCLTGlobal is a not-for-profit organisation that works to encourage a longer-term focus in business and investment decision-making. We accomplish this by developing practical tools and approaches to support long-term behaviours across the investment value chain.

https://corporatereportingdialogue.com/

The Corporate Reporting Dialogue is a platform, convened by the International Integrated Reporting Council, to promote greater coherence, consistency and comparability between corporate reporting frameworks, standards and related requirements.

https://integratedreporting.org

The International Integrated Reporting Council (IIRC) is a global coalition of regulators, investors, companies, standard setters, the accounting profession, academia and NGOs. The coalition promotes communication about value creation as the next step in the evolution of corporate reporting.

Ný viðmið í vinnslu – uppfærsla 2020 revision

Integrated Reporting presentation video

ACCA-Integrated-Reporting-M4V

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1533789/


Sjálfbær fjármál

https://www.eea.europa.eu/is/articles/fjarfestingar-fyrir-sjalfbaerni

%d bloggers like this: