Vel framsettar og sannreynanlegar upplýsingar í skýrslu stjórnar tryggja gagnsæi og trausts.
Samkvæmt lögum um ársreikninga bera stjórnarmenn ábyrgð á að staðfesta réttmæti viðbótarupplýsinga um árangur, stöðu, áhættu í rekstri og óvissuhætti sem birta skal í skýrslu stjórnar. Upplýsingar þessar þurfa að byggja á ábyrgum stjórnarháttum. Nýlega hefur verið skerpt á þessum kröfum eftir ábendingar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og eftirlitsaðila hér á landi (lög 102/2020 um gagnsæi stærri fyrirtækja). Auknar kröfur um ábyrgð stjórnar varðar meðalstór og stór félög, lífeyrissjóði og fjármálafyrirtækja, opinber fyrirtæki og sveitafélög hér á landi sem fylgja ber ákvæðum ársreikningalaga.
Kontra býður upp á sérhæfða ráðgjöf á sviði óvissu og áhættugreininga og uppbyggingu burðarvirkis ábyrgra stjórnarhátta fyrir framsetningu árangurs og tengt samfélagsábyrgðar fyrirtækja. Kontra býður einnig upp á óháða staðfestingu þeirra upplýsinga stjórnenda sem stjórn skal staðfesta í ársreikningi.
Mikilvægt er að huga sé að stjórnarháttum og viðeigandi óháðri innri eða ytri staðfesting á réttmæti upplýsinga sem veittar skal þar sem þessar upplýsingar í grunni til byggja á upplýsingum stjórnenda. Óháð staðfesting á réttmæti viðbótarupplýsinga í skýrslu stjórnar er ekki hluti áritunar ytri endurskoðenda á ársreikning, eins og efnahags og viðskiptanefnd Alþingis áréttaði í umsögn sinni með hinum nýju lögum í sumar.
Sjá lög nr. 102/2020: https://www.althingi.is/altext/150/s/1954.html og umsögn efnhags og viðskiptanefndar: https://www.althingi.is/altext/150/s/1707.html
Vel framsettar viðbótarupplýsingar í skýrslu stjórnar eru mikilvægar
Áreiðanlegar og greinargóðar viðbótarupplýsingar um árangur, stöðu, áhættu og óvissuþætti eru afar mikilvægar upplýsingar fyrir fjámagnsveitendur en upplýsingar um þessi atriði eru einnig mikilvægar fyrir aðra haghafa svo sem starfsmenn og viðskiptavini. Ákvæði um upplýsingagjöf um árangur, stöðu, áhættu og óvissuþætti má finna í 66 gr. ársreikningalaga. Í samræmi við ákvæði tilskipana Evrópusambandins er gerð krafa um að gefið sé glöggt yfirlit yfir þau atriði sem fjalla skal um og skal stjórn staðfesta réttmæti þessara upplýsinga með því að birta þær í skýrslu sinni. Til að upplýsingarnar geti talist gefa glöggt yfirlit, sem krafa er gerð um, verða þær að vera settar fram með greinargóðum hætti í samræmi við viðmið um bestu framkvæmd. Það að upplýsingagjöfin sé sett fram byggt á viðurkenndum leiðbeiningum á þessu sviði er grundvallar atriði í tilviki fyrirtækja sem ástunda vilja ábyrga stjórnarhætti. Slíkar leiðbeiningar um framsetningu viðbótarupplýsinga liggja enn ekki fyrir hér á landi en þær liggja fyrir á alþjóðavísu.
Megin atriði erlendra viðmiða á þessu sviði eru að upplýsingar um árangurs starfseminnar séu settar fram með vísan til stefnumiða viðkomandi skipulagseiningar og þeim árangursvísum sem horft er til í reglubundinni upplýsingagjöf stjórnenda til stjórnar og taki til þeirra virðisþátta sem starfsemin byggir á. Upplýsingagjöf um þróun óvissuþátta þarf með sama hætti að taka mið af þróun í ytra og innra starfsumhverfi félagsins og til staðar þurfa að vera viðeigandi innri eftirlitsferlar sem upplýsingagjöfin byggir á. Leiðandi viðmið á þessu sviði eru viðmið um samþætta upplýsingagjöf – The Integrated reporting Framework. Lesið nánar um þau viðmið hér: https://kontranordic.com/integrated-reporting-framework/
Þar sem viðbótarupplýsingar um áhættu og óvissuþætti byggja í grunni til á upplýsingum stjórnenda þurfa einnig að vera til staðar viðeigandi óháðar innri eða ytri staðfestingar á réttmæti þeirra. Í umsögn Félags löggiltra endurskoðanda (FLE) við lagafrumvarpið er lögð áhersla á mikilvægi þess að hugað verði að kröfum um óháða staðfestingu upplýsinga sem liggja utan hefðbundinna fjárhagsupplýsinga, sem í umsögninni er vísað til ófjárhagslegra upplýsinga. Í sambærilegri umsögn Félags innri endurskoðanda í þessu samhengi er bent á mikilvægi þess að við einingar tengdum almannahagsmunum starfi endurskoðunardeild sem annast innri endurskoðun. Af þessu leiðir að mikilvægt er að stjórnir við hugi vel að ábyrgð sinni og tryggt sé að að til staðar séu viðeigandi óháðar innri eða ytri staðfestingar á réttmæti þeirra upplýsinga sem stjórn skal staðfesta í skýrslu sinni að gefi glöggt yfirlit.
Á hvaða viðmiðum á að byggja við framsetningu viðbótarupplýsinga?
Þó ákvæði laga og reglugerða séu nú skýrari er hér á landi, eins og áður sagði, ekki til staðar nánari leiðbeiningar um framsetningu þeirra, eins og tilfellið er í mörgum nágrannlöndum okkar eins og í Bretlandi. Í umsögn FLE við lagafrumvarpið er m.a. lögð áhersla á mikilvægi þess að komist verði að samkomulagi um viðmið við framsetningu ófjárhagslegra upplýsinga. Sú umræða er mikil á heimsvísu og einhver bið á að samræmingu verði náð. Hugmyndir hafa komið upp um að setja á laggirnar vinnuhóp með haghöfum hér á landi til að vinna leiðbeiningar á íslensku sem markaðsaðilar hér á landi geta stuðst við. Leiðbeiningarnar munu byggja að grunni til á gildandi laga og reglugerðarákvæðum hér á landi á þessu sviði en með nánari tilvísunum til leiðbeininga í fyrirliggjandi alþjóðlegu viðmið og leiðbeiningum eftirlitsaðila í nágrannalöndum okkar sem til staðar eru. Markmiðið með þessari vinnu væri að efla sameiginlegan skilning markaðsaðila og eftirlitsaðila á lágmarkskröfum á þessu sviði, stuðla að samtali um skilvirka innleiðingu nýrra krafna og efla þekking hér á landi á þessu sviði.
Vel unnin skýrsla stjórnar í árlegum reikningsskilum er ein mikilvægasta undirstaða heilbrigðs verð- og lánshæfismats fyrirtækja. Í viðbótarupplýsingum í skýrslu stjórnar skulu koma fram upplýsingar nauðsynlegar til að leggja mat á árangur, stöðu, megin óvissuþætti og áhrif og skal upplýsingagjöfin byggja á þeim ólíku virðisþáttum sem starfsemin byggir á.
Aðilar sem falla undir ný lagaákvæði þurfa að að gæta vel að viðbótarupplýsingagjöf sinni í reikningsskilum fyrir árið 2020


Erlend viðmið
FCLTGlobal is a not-for-profit organisation that works to encourage a longer-term focus in business and investment decision-making. We accomplish this by developing practical tools and approaches to support long-term behaviours across the investment value chain.

https://corporatereportingdialogue.com/
The Corporate Reporting Dialogue is a platform, convened by the International Integrated Reporting Council, to promote greater coherence, consistency and comparability between corporate reporting frameworks, standards and related requirements.
https://integratedreporting.org
The International Integrated Reporting Council (IIRC) is a global coalition of regulators, investors, companies, standard setters, the accounting profession, academia and NGOs. The coalition promotes communication about value creation as the next step in the evolution of corporate reporting.
Ný viðmið í vinnslu – uppfærsla 2020 revision
Integrated Reporting presentation video

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1533789/
Sjálfbær fjármál
https://www.eea.europa.eu/is/articles/fjarfestingar-fyrir-sjalfbaerni