Integrated Reporting Framework

Alþjóðleg viðmið um samþætta upplýsingagjöf <IR> miða að því að tryggja greinargóða upplýsingagjöf fyrirtækja, opinberra stofnanna og sveitafélaga til sinna haghafa á upplýsingum um árangur, stöðu, áhættu og óvissuþætti sem stjórn skal staðfesta í árlegum reikningsskilum. Áhersla er þar lögð á greinargóða framsetningu á viðskiptalíkani viðkomandi starfsemi út frá þeim virðisþáttum sem starfsemin byggir á (fjölvirðisþátta) sem einnig er byggt á við framsetningu árangurs starfseminnar, þar sem áhersla er lögð á að vísa sé til viðeigandi fjárhagslegra og ófjárhagslegra árangursvísa sem horft er til í innri upplýsingagjöf. Með greinargóðum og samræmdum hætti er einnig gerð grein fyrir hver þróun innri þátta og ytri þátta sem starfsemina varða hefur verið, hvernig brugðist hefur verið við þessum breytingum í starfsumhverfinu og hver áhrif á þeirra eru á hæfi fyrirtæksins að skapa virðisköpunar í bráð og lengd.

Leiðandi fyrirtæki á heimsvísu, opinberir aðilar, sveitafélög og lífeyrissjóðir sem leggja áherslu á ábyrga stjórnarhætti byggja almennt upplýsingagjöf sín á þessum viðmiðum við framsetningu þeirra viðbótarupplýsinga sem stjórn skal staðfesta með undirrituna sinni.

Alþjóðleg viðmið um samþætta upplýsingagjöf <IR> nýtast vel sem viðmið fyrir fyrirtæki til að byggja viðbótarupplýsingagjöf sína hér á landi, eftir að innleiddar hafa verið um aukið gagnsæi í rekstri félaga og sem varða ábyrgð stjórnar á réttmæti þessara upplýsinga. Eftir ábendingu frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og eftirlitsaðila hér á landi var með lagabreytingu nú í sumar (lög nr 102/2020) skerpt á ákvæðum í 66. gr. ársreikningalaga um ábyrgð stjórnar á upplýsingagjöf fyrirtækja um árangur, áhættu og óvissuþætti, sem viðmið um samþætt reikningsskil fjallar um.

Á vinnustofu Staðlaráðs um leiðbeiningar um framsetningu viðbótarupplýsinga, sem áætlun er í byrjun janúar næsta árs, mun Simon Theuwees, sérfræðingu Kontra Nordic og einn helsti sérfræðingu í Evrópu á sviði staðals um samþætta upplýsingagjöf (Integrated reporting) halda fyrirlestur á fjarfundi um mikilvægi þessa staðals. Simon hefur langa og víðtæka á sviði innleiðingar staðalsins m.a. fyrir Schiphol Airport þar sem Simon starfaði um árabil. Nánar upplýsingar um viðburðinn verður að finna hér þegar nær dregur.

Slóðir á Integrated Reporting

Slóð á heimasíðu IIRC sem gefur út viðmiðin : https://integratedreporting.org/

Viðmiðin sjálf : https://integratedreporting.org/wp-content/uploads/2013/12/13-12-08-THE-INTERNATIONAL-IR-FRAMEWORK-2-1.pdf

The future of corporate reporting

Slóð: https://corporatereportingdialogue.com/