Sjálfbær fjármál
Kontra er býður ráðgjöf á sviði fjármála fyrirtækja og fjármögnunar.
Markmið okkar á þessu sviði er að skapa traust á milli félaga og fjármagnsveitenda þeirra og stuðla að langtímavirðissköpun á grunni gagnsæis og ábyrgra stjórnarhátta.
Meðal áherslu atriða í ráðgjöf okkar eru:
Fjármálaráðgjöf sem byggir á langtímavirðissköpun: Við leggjum áherslu á að tengja saman fyrirtæki og fjármagnveitendur á grundvelli trausts og gagnsæis þar sem langtímavirðissköpun og sjálfbærni þeirrar starfsemi sem fjármagni er veitt til er í forgrunni.
Samþættingarleið: Út frá sjónarmiðum sjálfbærra fjármála hefur víða erlendis samþættingarleið eða samvinnuleið (Public private partnership-PPP) verið nýtt sem farsælt hreyfiafl til góðra verka, samfélaginu til hagsbóta, til að skapa betri forsendur langtíma virðissköpunar. Forsenda samvinnuleiðar er skýr markmiðssetning og traust, þar sem gagnsæi og ábyrgir stjórnarhættir eru í forgrunni.
Sjálfbær fjármál : Evrópusambandið setti fram í apríl 2021 drög að nýrri tilskipun á sviði sjálfbærniupplýsinga félaga (e. Corporate Sustainability Reporting Directive) sem munu koma í stað núverandi krafa um ófjárhagslegar upplýsingar sem fjallað er um í 19. ársreikningatilskipunar ESB.
Samhliða hefur verið gefin út flokkunarreglugerð (taxanomy regulation) fyrir fjármagnsveitendur á sviði sjálbærni sem á að stuðla að samræmdri skilgreiningu þeirrar starfsemi sem telst stuðla að sjálfbærni. Í undirbúningi er sambærileg flokkunarreglugerð á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja.
Innleiðing nýrra krafna liður í áherslu ESB á sviði sjálfbærar þróunar, sjálfbæra fjármál og í því samhengi áherlsu á langtímavirðissköpun.
Meðal þeirra breytinga sem nú er verið að innleiða er ófrávíkjanlega krafa um sjálfbærniupplýsingar sem birta skal verði hluti samþættra reikningsskila viðkomandi félags. Undanþágur að slíkar upplýsingar megi birta eingöngu í sérstökum árs- og samfélagsskýrslum fellur niður.
Í tilviki stjórra félaga er krafa um að upplýsingar á sviði sjálfbærni sem fjalla skal um og stjórn skal staðfesta verði tengdar saman í skýrslu stjórnar í gegnum framsetningu á viðskiptalíkani, virðiskeðju og upplýsingum um meginstefnumið viðkomandi félags. Upplýsingar um megináhættu og óvissuþætti í starfseminni skal einnig birta á sama grunni í skýrslu stjórnar.
Áhersla er því lögð á heildarsamhengi (e. connectivity) og samtengingu upplýsinga í skýrslu stjórnar.
Gert er ráð fyrir því að sjálfbærniupplýsingar skal í ársreikningi verði staðfestar af endurskoðendum viðkomandi félags eða af öðrum sérhæfum aðilum og er gert ráð fyrir því að fyrstu sjálfbærnisreikningsskilin sem staðfest verði þessum hætti verði reikningsskil stórra félaga innan EES vegna reikningsskila sem hefjast 1. janúar 2023 eða síðar. Til að stuðla að samræming og auka gæði þeirra upplýsinga sem birta skal í ársreikningum stórra félaga og staðfesta skal mun Evrópska reikningsskilanefndin (EFRAC) sjá um að þróa staðal á sviði framsetningar sjálfbærnirupplýsinga sem birta skal skýrslu stjórnar í ársreikningi stórra félaga.
Með innleiðingu þessa verður mikil ábyrgð lögð á hendur endurskoðanda framtíðarinnar að staðfesta upplýsingar sem vera skulu hluta af skýrslu stjórnar og varða það mikilvæga markmið að stuðla að sjálfbærni hagkerfa heimsins í framtíðinni.
Mikilvægt er fyrir Ísland að fylgjast vel með þessari þróun og undirbúi innleiðingu hinna nýja krafna sem fyrst.
Skýrsla WEF september 2020
Um upplýsingagjöf sjálfbæra fjármála og ábyrgra stjórnarhátta
Samþætt upplýsingagjöf
Virðissköpun/
sjálfbærni
Ábyrgir stjórnarhættir
Í upphafi skal endinn skoða
Kontra býður upp á sérhæfða ráðgjöf á sviði óvissu og áhættugreininga og uppbyggingu burðarvirkis ábyrgra stjórnarhátta fyrir framsetningu árangurs og tengt samfélagsábyrgðar fyrirtækja. Kontra býður einnig upp á óháða staðfestingu þeirra upplýsinga stjórnenda sem stjórn skal staðfesta í ársreikningi.
Kontra Nordic er í farabroddi þekkingaruppbyggingar hér á landi á þessu en mikil þróun er hér á alþjóðavísu og þá ekki síst tengt áherslu á samþætt reikningsskil.