Með samvinnuleið (Public-Private partnership-PPP) er átt við samstarf opinberra aðila við einkaaðila oft í tengslum við fjármögnun, uppbyggingu og rekstur innviða. Talið er að samvinnuleið geti hentað afar vel hér á landi, ekki síst með hliðsjón af hlutfallslegri stærð lífeyrissjóða og fjárfestinga þörf þeirra. Nú á tímum aðstæðna sem Covid hefur skapað er áhersla á samvinnuleið ríkis og lífeyrissjóða annars vegar og lífeyrissjóða og einkaaðila hins vegar mikilvægt tæki til uppbyggingar, með sjálfbærni og langtíma virðissköpun að leiðarljósi.

Grundvallaratriði við innleiðingu farsællar samvinnuleiðar er skýr markmiðsetning og áhersla á ábyrga stjórnarhætti þar sem gagnsæi þarf að vera í forgrunni. Í nýlegri greina sérfræðings fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands kemur fram að stórauknar fjárfestingar lífeyrissjóða í innviðum í samstarfi við opinbera aðila og eða
einkaaðila henta sjóðunum vel sem langtíma fjárfestum.

https://www.dropbox.com/s/8c5lsaultnh88ql/Screen%20Shot%202020-11-04%20at%2015.48.50.png?dl=0

Kontra Nordic hefur lagt áherslu á að vera leiðandi aðili í að efla þekkingu hér á landi á mikilvægi samvinnuleiðar og að sú leið verði í auknu mæli nýtt til fjármögnunar, uppbyggingar og reksturs innviða hér á landi – með sjálfbærni og langtíma virðissköpun að leiðarljósi.

Grein sérfræðings FME í málefnum lífeyrissjóða um mikilvægi innleiðingar samvinnuleiðar og alþjóðlega reynslu á þessu sviði:

Ráðstefna um flugsamgöngur sem grunninnviður í ljósi Covid. Málstofa 7. september 2020 með sérfræðingi Kontra Nordic, Simon Theeuwes.

Málþingið

Lífeyrissjóðir sem langtímafjárfestar og stjórnarhættir – málstofa 10 desember 2019 með Jake Block sérfræðingi Kontra Nordic.

Úrdráttur úr greinum Björn Z Ásgrímssonar – sérfræðings FME Seðlabankans um málefni lífeyrissjóða

Stórauknar fjárfestingar í innviðum
í samstarfi við opinbera aðila og eða
einkaaðila henta sjóðunum vel sem
langtíma fjárfestum. Slíkar fjárfestingar munu að nokkru leyti draga
úr umsvifum þeirra á innlendum
fjármálamarkaði. Sjá nánar
Grein OECD um innviðafjárfestingar lífeyrissjóða í Kanada og Ástralíu
Grein 2017 um innviðifjárfestingar á Íslandi