
Viðfangsefni RER-rannsóknarverkefnisins voru gæði reikningsskila, forsendur gæða endurskoðunar og ný alþjóðleg viðmiðum sem byggja á greiningum á aðdraganda fjármálakreppunnar og orsökum hennar. Rannsóknarverkefnið hefur verið unnið með styrk frá Námsstyrkja- og rannsóknarsjóði Félags löggiltra endurskoðenda á árunum 2015 til 2018. Markmið verkefnisins hefur verið að leggja grunn að frekara fræðistarfa á sviði reikningsskila, endurskoðunar, eftirlits og fjármálamarkaða hérlendis og þróa kennsluefni á því sviði. Ábyrgðaraðila rannsóknarverkefnisins voru dr. Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálafræðum og þá lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Sigurjón G. Geirsson löggiltur endurskoðandi og faggiltur innri endurskoðandi, stundakennari við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Í REF- rannsóknarverkefefninu var sérstök áhersla lögð á mikilvægi árlegra reikningsskila fyrirtækja og mikilvæg þeirra þegar kemur að mati á fjárhagslegri stöðu fyrirtækja og endurskoðendur gegna lykilhlutverki þegar kemur að trausti á reikningsskilum fyrirtækja. Traust á milli markaðsaðila er grundvallarforsenda eðlilegrar virkni markaða og ein mikilvægasta forsenda fjármálastöðuleika. Þróunin í aðdraganda bankahrunsins hér á landi er gott dæmi um þær alvarlegu afleiðingar sem það getur haft ef yfirsýn er ekki til staðar og slíkt samtal á sér ekki stað. Þær alþjóðlegu rannsóknir og greiningar sem gerðar hafa verið á aðdraganda og orsökum alþjóðlegu fjármálakreppunni sýna fram á að gæði reikningsskila og endurskoðunar er aðeins hægt að auka með því að horfa með heildstæðum hætti til allra þeirra margvíslegu þátta sem áhrif hafa á gæðin. Vegna þessa hefur áherslan í rannsóknarverkefninu verið að viðfangsefnið sé skoðað með samþættum hætti út frá mismunandi sjónarhornum út frá aðstæðum hér á landi. Þá hefur áherslan verið lögð á að ná fram breytingum á kennsluháttum og námsefni, í ljósi þessara rannsókna og hinna nýju alþjóðlegu viðmiða. Í rannsóknarverkefninu hefur vegna þessa sjónum sérstaklega beint að nýjum alþjóðlegum viðmiðum sem byggja á greiningum á aðdraganda og orsökum fjármálakreppunnar og nýjum tilskipunum ESB sem byggja á sama grunni. Í rannsóknarverkefninu hefur vegna þessa sjónum sérstaklega beint að nýjum alþjóðlegum viðmiðum sem byggja á greiningum á aðdraganda og orsökum fjármálakreppunnar og nýjum tilskipunum ESB sem byggja á sama grunni. Í viðmiðunum og umræddum ákvæðum tilskipana ESB er lögð áhersla á að leggja grunn að markvissum samskiptum á milli aðila sem eru hluti keðju fjárhagslegra upplýsinga (e. Financial reporting supply chain) og skerpt á þáttum sem varða innri stjórnarhætti fyrirtækja. Í verkefninu hefur verið lögð áhersla á að draga saman helstu breytingar á ákvæðum tilskipana ESB sem varðar fyrirtæki sem eru einingar tengdum almannahagsmunum (e. public interest companies -PIE) auk breytinga sem varða sérstaklega starfsemi og rekstur fjármálafyrirtækja og sem eru af sama meiði. Auk þess er sjónum beint að nýjum reikningsskilastaðli um virðisrýrnun útlána (IFRS 9).
Viðmið um viðbótarupplýsingar sem nú er unnið að á vettvangi Staðlaráðs eru að hluta til byggðar á þessum grunni þekkingar sem REF-verkefnið hefur byggt.
