Hjálagt eru sjö meginreglur sem leggja ber áherslu á við framsetningu skýrslu stjórnar út frá viðmiðum um samþætta upplýsingagjöf.

1.

Sjónarhóll stjórnunar og framsýn (e. Strategic focus and future orientation)

Upplýsingar í skýrslu stjórnar eiga veita innsýn í viðskiptalíkan og stefnumörkun félagsins og fjalla um hvernig stefnumörkunin tengist því markmiði að viðhalda getu félagsins að skapa virði fyrir haghafa til skamms-, miðlungs- og langtíma.  Í því samhengi skal fjalla um áhrif starfsemi þess á samfélag og umhverfi og gera grein fyrir þeim virðisþáttum sem starfsemin byggir á.  Fjalla skal um þróun ytri þátta, áhrif þeirra á starfsemina, þá ógn og tækifæri sem felast í þessu felst, óvissuþætti og megináhættu. 

2.

Samtenging upplýsinga (e. connectivity of information)

Upplýsingar sem veittar eru í skýrslu stjórnar eiga að gefa heildstæða mynd af þeim virðisþáttum sem hafa áhrif á getu félagsins til að skapa virði í bráð og lengd og innbyrðis tengls þessarra þátta.  Greinargóð framsetning viðskiptalíkans og umfjöllun um virðiskeðju félagsins er mikilvægu  til að tengja saman ólíkar upplýsingar sem veittar eru í skýrslu stjórnar og í fjárhagsupplýsingar í ársreikningi í eina frásögn og setja þær í heildarsamhengi.  

3.

Samskipti við haghafa (e. Stakeholder relationships)

Upplýsingar í skýrslu stjórnar skulu veita innsýn í eðli samskipta og gæði tengsla stofnunarinnar við helstu haghafa. Í því sambandi skal fjallahvernig og hve miklu leyti félagið skilur, tekur tillit til og bregst við þörfum haghafa og hagsmuni.

4.

Mikilvægi (e. Materality)

Í skýrslu stjórnar skjal fjalla um þau atriði sem geta hafa veruleg áhrif á getu félagssins til að skapa verðmæti til skamms-, miðlungs- og langtíma.    Fjalla skal um árangur félagsins í því að viðhalda hæfi sínu til að skapa virði í bráð og lengd. 

5.

Hnitmiðað(e. Conciseness)

Upplýsingar í skýrslu stjórnar skulu settar fram með hnitmiðuðum hætti. Hnitmiðaðar upplýsingar eru upplýsingar með skýrum hætti og veita lesenda góða innsýn sem fjallað er um. Fjalla skal um mikilvæg atriði orðast skal að fjalla um atriði sem ekki eru mikilvæg fyrir lesendur.

6.

Sannreynanlegar og hlutlausar(e. Verifiable and neutral)

Upplýsingar í skýrslu stjórnar skulu vera sannreynanlegar og settar fram með hlutlausum hætti. Upplýsingar teljast sannreynanlegar ef sambærileg niðurstaða fengist þótt tveir eða fleiri aðilar fengjust við að vinna úr sömu upplýsingum, sem þýðir samt ekki að nákvæmlega sama tölulega niðurstaðan fengist. Upplýsingar teljast hlutlausar þegar sem setur upplýsingarnar fram hefu við framsetningu ekki reynt að beita áhrifum sínum til að ná fyrirfram ákveðinni niðurstöðu eða kalla fram tiltekin viðbrögð af hálfu lesenda reikningsskilanna. Í þessu felst m.a að til jafns er fjallað um atriði sem teljast jákvæð og þau sem teljast neikvæð.

7.

Samræmi og samanburður(e. Consistency and comparability)

Upplýsingar í skýrslu stjórnar ættu að vera settar fram a) á sama grunni á milli tímabila, og b) á þann hátt sem gerir samanburð við önnur félög möguleg.

Í upphafi skal endinn skoða

Kontra býður upp á sérhæfða ráðgjöf á sviði óvissu og áhættugreininga og uppbyggingu burðarvirkis ábyrgra stjórnarhátta fyrir framsetningu árangurs og tengt samfélagsábyrgðar fyrirtækja. 

Kontra Nordic er í farabroddi þekkingaruppbyggingar hér á landi á þessu en mikil þróun er hér á alþjóðavísu og þá ekki síst tengt áherslu á samþætt reikningsskil.