Á vegum Reikningsskilaráðs stendur nú yfir vinna við leiðbeiningar um framsetningu viðbótarupplýsinga sem vera skulu hluti skýrslu stjórnar í árlegum reikningsskilum meðalstórra og stærri fyrirtækja.
Verkefnið á uppruna sinn í lagabreytingu frá því í sumar (lög 102/2020 um gagnsæi í rekstri stærri kerfislega mikilvægra fyrirtækja) þar sem gerðar voru ákveðnar breytingar á ákvæði 66 gr. laga um ársreikninga um viðbótarupplýsingar. Ekki eru til leiðbeiningar hér á landi um framsetningu viðbótarupplýsinga um árangur, áhættu og óvissuþætti en slík viðmið hafa víðast verið sett erlendis, Breytingarnar á lögum eru vegna ábendinga Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins en eftirlitsaðili (ársreikningaskrá skattsins) hafði einnig bent á að úrbóta væri þörf á þessu sviði hér á landi.
Markmiðið með framsetningu leiðbeininganna er að móta sameiginlegan skilning markaðsaðila og eftirlitsaðila á lágmarkskröfum og stuðla að samtali um skilvirka innleiðingu nýrra krafna og efla þekkingu hér á landi á sviði viðbótarupplýsinga sem stjórn skal staðfesta í árlegum reikningsskilum stærri fyrirtækja.
Gert er ráð fyrir að drög að leiðbeiningum verði kynnt aðilum fljótlega og haft verði samráð við megin hagaðila.
Meðal þeirra eru Félag löggiltra endurskoðenda (FLE), Félags innri endurskoðenda (FIE), Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands , Ríkisendurskoðunar, Fjársýslu ríkisins og fulltrúum stærri félaga sem skráð eru á markaði auk samtaka lífeyrissjóða og samtaka fjármálafyrirtækja.
Nú í lok apríl hélt síðan Festa í samstarfi við Félag löggiltra endurskoðanda ráðstefnu um þær breytingar sem eru að verða innan þessa málaflokkst og þá sérstaklega varðandi kröfur um framsetningur sjálfbærnisupplýsinga.
Mikil og ör þróun er að eiga sér stað varðandi innleiðingu á og upplýsingagjöf um sjálfbærni í rekstri fyrirtækja á Íslandi og erlendis. Fyrirtæki á Íslandi þyrstir í skýrar línur um hvernig standa eigi að upplýsingagjöf og staðfestingu á sjálfbærni í rekstri. Lagt var upp með að svara því hver staðan er og hvers má vænta á næstu misserum þegar kemur að upplýsingagjöf fyrirtækja um sjálfbærni, að hverju fyrirtæki, stofnanir og endurskoðendur þurfa að huga. Harpa Theodórsdóttir sérfræðingur frá atvinnuvegaráðuneytinu lagði á ráðstefnunni ríka áherslu á að í þessari þróun er gífurlega mikilvægt að það sé samstarf á milli opinbera geirans og einkageirans og að ákall sé frá báðum geirum eftir gagnsæi, ábyrgð og sameiginlegum ramma.
Lög, reglugerðir, erlend viðmið og leiðbeiningar sem eru til grundvallar :
Lög um ársreikninga 3/2006 með síðari breytingum: https://www.althingi.is/lagas/150c/2006003.html
Reglugerð 696/2019 um framsetningu og innihald ársreiknings og samstæðureikninga (IV Kafli) : https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/696-2019
Ársreikningaskrá Skattsins, áhersluatriði 2018 og 2019 : https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/arsreikningaskra/ahersluatridi/ahersluatridi-i-eftirliti-arsreikningaskrar-vegna-reikningsarsins-2019 og https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/arsreikningaskra/ahersluatridi/2018/#
Bréf ársreikningaskrár til endurskoðunarnefnda félaga með skráð verðbréf
Tilskipun ESB um ársreikninga (Directive 2013/34/EU) : https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3A32013L0034
Tilskipun ESB um ófjáhagslegar upplýsingar (2014/95/EU) – um lágmarks ófjárhagslegar upplýsingar um áhrif starfsemi á umhverfi og samfélag og stjórnarhætti þessu tengdu: https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/company-reporting-and-auditing/company-reporting/non-financial-reporting_en
Leiðbeiningar um aðferðir við ófjárhagslega upplýsingagjöf 2017 (gefið út tengt skilgreindum lágmarkskröfum innleidd í tilskipun ESB 214/95/EU) : https://ec.europa.eu/info/publications/non-financial-reporting-guidelines_en
Tilskipun ESB um gagnsæi upplýsingagjafar félaga með skrá verðbréf á markaði (Transparency directive) : https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3A02004L0109-20131126
EU framework for public reporting by companies – report 2018: https://ec.europa.eu/info/sites/info/files/2017-supervisory-reporting-requirements-summary-report_en.pdf
Reglur eftirlitsaðila í Bretlandi um framsetningu viðbótarupplýsinga – Financial Reporting Committee UK Guidelines on Strategic report: https://www.frc.org.uk/getattachment/fb05dd7b-c76c-424e-9daf-4293c9fa2d6a/Guidance-on-the-Strategic-Report-31-7-18.pdf
Leiðbeiningar alþjóðlega reikningsskilaráðsins IASB um framsetningu viðbótarupplýsingar stjórnenda:
- – Upplýsingar um vinnu sem er í gangi hjá IASB um uppfærslu fyrirliggjandi leiðbeininga :https://www.ifrs.org/-/media/feature/meetings/2018/march/iasb/ap15a-mc.pdf
Viðmið um samþætt reikningsskila (the Integrated reporting Framework): https://integratedreporting.org/wp-content/uploads/2013/12/13-12-08-THE-INTERNATIONAL-IR-FRAMEWORK-2-1.pdf
Leiðbeiningar spænska verðbréfaeftilitisins (The National Securities Market Commission (CNMV)) um framsetningu viðbótarupplýsinga : https://www.cnmv.es/DocPortal/Publicaciones/Grupo/gestion_EN_Weben.pdf
Comprehensive Corporate Reporting skýrsla 2020 : https://29kjwb3armds2g3gi4lq2sx1-wpengine.netdna-ssl.com/wp-content/uploads/Statement-of-Intent-to-Work-Together-Towards-Comprehensive-Corporate-Reporting.pdf
Measuring Stakeholder Capitalism Towards Common Metrics and Consistent Reporting of Sustainable Value Creation 2020 : https://www.weforum.org/whitepapers/toward-common-metrics-and-consistent-reporting-of-sustainable-value-creation


