Á vegum Staðlaráðs Íslands er í bígerð að stofna til svo kallaðrar vinnustofu til að fjalla um og sammælast um leiðbeiningar um framsetningu viðbótarupplýsinga sem framvegis skulu vera hluti skýrslu stjórnar í ársreikningum fyrirtækja. Vinnustofur er ein aðferð Staðlaráðs til að ná saman sjónarmiðum og sammæli um málefni sem þetta. Miðað er við að ljúka vinnustofunni með útgáfu stöðlunarskjals sem kallast vinnustofusamþykkt.  Styrktaraðilar verkefnisins eru Landsamtök lífeyrissjóða, Samtök fjármálafyrirtækja, Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins og hafa þessir aðilar skipað sérfræðinga til að taka þátt í undirbúningi vinnustofunnar. Ráðgjafi Staðlaráðs við undirbúnings vinnustofusamþykktarinnar er Kontra Nordic og munu sérfræðingar Kontra vinna með stýrihóp styrktaraðila að þessu verkefni.  

Verkefnið á uppruna sinn í lagabreytingu frá því í sumar (lög 102/2020 um gagnsæi í rekstri stærri kerfislega mikilvægra fyrirtækja) þar sem gerðar voru ákveðnar breytingar á ákvæði 66 gr.  laga um ársreikninga um viðbótarupplýsingar. Ekki eru til leiðbeiningar hér á landi um framsetningu viðbótarupplýsinga um árangur, áhættu og óvissuþætti en slík viðmið hafa víðast verið sett erlendis, Breytingarnar á lögum eru vegna ábendinga Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins en eftirlitsaðili (ársreikningaskrá skattsins) hafði einnig bent á að úrbóta væri þörf á þessu sviði hér á landi.

Markmiðið með vinnustofunni er að móta sameiginlegan skilning markaðsaðila og eftirlitsaðila á lágmarkskröfum og stuðla að samtali um skilvirka innleiðingu nýrra krafna og efla þekkingu hér á landi á sviði viðbótarupplýsinga sem stjórn skal staðfesta í árlegum reikningsskilum stærri fyrirtækja.    

Framkvæmd vinnustofunnar verður þannig að styrktaraðilar tilnefna aðila til að vinna í stýrihópi hennar sem mun vinna á tveimur fjarfundum fyrir áramót. Á fundum stýrihóps verður einnig fulltrúi sem á sæti í Reikningsskilaráði og fulltrúi Staðlaráðs.  Auk þess verða aðilar með sérfræðiþekkingu á þessu sviði sem Staðlaráð mun kalla til vegna undirbúnings. Þeim er ætlað að undirbúa og leggja fram frumdrög að bókun vinnustofunnar. Stýrihópur mun vinna áfram með þau drög.   

Á vinnustofunni sjálfri, sem stefnt er að því að halda 15 janúar, verður leitað sammælis um vinnustofusamþykkt sem vonandi yrði gefin út 25 janúar.  Þannig mun vinnan nýtast við framsetningu reikningsskila vegna ársins 2020. Mikilvægt er því að stýrihópur sé skipaður sem fyrst og geti hafist handa.Vinnustofan sjálf verður öllum opin en til hennar verða auk fulltrúa styrktaraðila boðið stýrihóp,  fulltrúum Félags löggiltra endurskoðenda (FLE),  Félags innri endurskoðenda (FIE), Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands , Ríkisendurskoðunar, Fjársýslu ríkisins og fulltrúum stærri félaga sem skráð eru á markaði. 

Náist sammæli mun Staðlaráð Íslands gefa út vinnustofusamþykktina, sem hefur fengið heitið: WA 300 Leiðbeiningar um framsetningu viðbótarupplýsinga.

Lög, reglugerðir, erlend viðmið og leiðbeiningar sem byggt er á í vinnu Staðlaráðs eru m.a. :

Lög um ársreikninga 3/2006 með síðari breytingum: https://www.althingi.is/lagas/150c/2006003.html

Reglugerð 696/2019 um framsetningu og innihald ársreiknings og samstæðureikninga (IV Kafli) : https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/696-2019

Ársreikningaskrá Skattsins, áhersluatriði 2018 og 2019 : https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/arsreikningaskra/ahersluatridi/ahersluatridi-i-eftirliti-arsreikningaskrar-vegna-reikningsarsins-2019 og https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/arsreikningaskra/ahersluatridi/2018/#

Bréf ársreikningaskrár til endurskoðunarnefnda félaga með skráð verðbréf

Tilskipun ESB um ársreikninga (Directive 2013/34/EU) : https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3A32013L0034

Tilskipun ESB um ófjáhagslegar upplýsingar (2014/95/EU) – um lágmarks ófjárhagslegar upplýsingar um áhrif starfsemi á umhverfi og samfélag og stjórnarhætti þessu tengdu: https://ec.europa.eu/info/business-economy-euro/company-reporting-and-auditing/company-reporting/non-financial-reporting_en

Leiðbeiningar um aðferðir við ófjárhagslega upplýsingagjöf 2017 (gefið út tengt skilgreindum lágmarkskröfum innleidd í tilskipun ESB 214/95/EU) : https://ec.europa.eu/info/publications/non-financial-reporting-guidelines_en

Tilskipun ESB um gagnsæi upplýsingagjafar félaga með skrá verðbréf á markaði (Transparency directive) : https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3A02004L0109-20131126

EU framework for public reporting by companies – report 2018: https://ec.europa.eu/info/sites/info/files/2017-supervisory-reporting-requirements-summary-report_en.pdf

Reglur eftirlitsaðila í Bretlandi um framsetningu viðbótarupplýsinga – Financial Reporting Committee UK Guidelines on Strategic report: https://www.frc.org.uk/getattachment/fb05dd7b-c76c-424e-9daf-4293c9fa2d6a/Guidance-on-the-Strategic-Report-31-7-18.pdf

Leiðbeiningar alþjóðlega reikningsskilaráðsins IASB um framsetningu viðbótarupplýsingar stjórnenda:

Viðmið um samþætt reikningsskila (the Integrated reporting Framework): https://integratedreporting.org/wp-content/uploads/2013/12/13-12-08-THE-INTERNATIONAL-IR-FRAMEWORK-2-1.pdf

Leiðbeiningar spænska verðbréfaeftilitisins (The National Securities Market Commission (CNMV)) um framsetningu viðbótarupplýsinga : https://www.cnmv.es/DocPortal/Publicaciones/Grupo/gestion_EN_Weben.pdf

Comprehensive Corporate Reporting skýrsla 2020 : https://29kjwb3armds2g3gi4lq2sx1-wpengine.netdna-ssl.com/wp-content/uploads/Statement-of-Intent-to-Work-Together-Towards-Comprehensive-Corporate-Reporting.pdf

Measuring Stakeholder Capitalism Towards Common Metrics and Consistent Reporting of Sustainable Value Creation 2020 : https://www.weforum.org/whitepapers/toward-common-metrics-and-consistent-reporting-of-sustainable-value-creation