Sjálfbærnismarkmið og samfélagsábyrð

Sjálfbærnismarkmið Sameinuðu þjóðanna (SDG) Árið 2015 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) áætlun um sjálf bæra þróun fyrir 2030. Í þessari áætlun var sett fram sameiginleg sýn fyrir hagfelldan og sjálf bærari heim. Heimsmarkmið SÞ hafa orðið að mikilvægum ramma fyrir opinbera aðila og einkageirann, til að móta og aðlaga eigin stefnu fyrir 2030. Heimsmarkmiðin nýtast öllum, bæði aðilum á markaði og opinberum aðilum, sveitafélögum og fjármagnsveitendum.
Þau eru viðeigandi fyrir þróuð lönd jafnt sem þróunarlönd og ef rétt er beitt og innleidd verðlauna fyrirtæki sem beita nýsköpunar með sjálbærni og langtímaverðmætasköpun til langs tíma að leiðarljósi.

 

Global Compact (GC) er á vegum Sameinuðu þjóðanna og er eitta umfangsmesta framtak heims á sviði samfélagsábyrgðar. Í aðild að Global Compact felst yfirlýsing sem er samræmd og viðurkennd á alþjóðavísu. Hún felur í sér ásetning um að innleiða markmið vettvangsins í alla sína starfsemi með það að leiðarljósi að fyrirtækið stuðli að ábyrgum starfsháttum og sýni samfélagsábyrgð í öllum sínum verkum. Viðmiðin skiptast í fjóra meginflokka sem eru á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála umhverfismála og baráttu gegn hvers kyns spillingu

Jafnvægisás ferðamála. Stjórnvöld hér á landi hafa á sviði ferðamála lagt áherslu á það sem vísað er til sem jafnvægisás. Jafnvægisás hefur þrjár víddir sem öll tengjast markmiðum Sameinuðuþjóðanna um sjálfbæra þróun. Fyrsti ás (vídd) er hin efnahagslega og svo er það umhverfisvíddin, til að tryggja árangur í loftlags- og grænum málum. Þriðja víddin er samfélagsmál og mannrækt. Jafnvægisás ferðamála er stjórntæki til að meta reglulega áhrif ferðaþjónustu á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins. Einnig er í verkefninu lagt mat á hvort grípa þurfi til aðgerða. Byggt er á sjálfbærnivísum. Jafnvægisáss ferðamála eru settir fram á Stjórnborði ferðamála sem sýnir með myndrænum hætti stöðu þeirra sjálfbærnivísa sem skilgreindir hafa verið innan þriggja vídda þolmarka þ.e. umhverfis-, samfélags-, og efnahagsvídd. Meðal samvinnuaðila stjórnarvalda við þróun og skilgreiningu jafvægisás ferðarmála var Efla verkfræðistofa.

Græna planið er sóknaráætlun Reykjavíkurborgar til efnahagslegrar viðspyrnu og græna endurreisn sem byggir á sjálf bærni og
skýrri framtíðarsýn til ársins 2030, um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Græna planið hefur eins og jafnvægisás ríkisstjórnarinnar þrjár víddir sem öll tengjast markmiðum Sameinuðuþjóðanna um sjálfbæra þróun. Fyrsti ás (vídd) er hin efnahagslega og svo er það umhverfisvíddin, til að tryggja árangur í loftlags- og grænum málum. Þriðja víddin er samfélagsmál og mannrækt. Græna planið er framtíðarsýn um borgarsamfélag sem einkennist af heilnæmu umhverfi, jöfnum tækifærum og öflugu
atvinnulífi sem gengur ekki á.
náttúruauðlindir.