Samvinnuleiðir

Mikilvægi þess að aðilar samþætti markmið sín í gegnum samvinnuverkefni hefur aukist, ekki síst þar sem áhersla á sjálfbærni og langtíma virðissköpun er í forgrunni. Grundvallaratriði við innleiðingu farsællar samvinnuleiða er skýr markmiðsetning og áhersla á ábyrga stjórnarhætti þar sem gagnsæi er í forgrunni. Samvinnuleiðir eru margskonar. 

Með samvinnuleið sem á alþjóðavísu er vísað til sem Public-Private partnership-PPP er átt við samstarf opinberra aðila við einkaaðila oft í tengslum við fjármögnun, uppbyggingu og rekstur innviða. Talið er að samvinnuleið geti hentað afar vel hér á landi, ekki síst með hliðsjón af hlutfallslegri stærð lífeyrissjóða og fjárfestinga þörf þeirra. Nú á tímum aðstæðna sem Covid hefur skapað er áhersla á samvinnuleið ríkis og lífeyrissjóða annars vegar og lífeyrissjóða og einkaaðila hins vegar mikilvægt tæki til uppbyggingar, með sjálfbærni og langtíma virðissköpun að leiðarljósi.

Í nýlegri greina sérfræðings fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands kemur fram að stórauknar fjárfestingar lífeyrissjóða í innviðum í samstarfi við opinbera aðila og eða einkaaðila henta sjóðunum vel sem langtíma fjárfestum.

https://www.dropbox.com/s/8c5lsaultnh88ql/Screen%20Shot%202020-11-04%20at%2015.48.50.png?dl=0

Kontra Nordic hefur lagt áherslu á að vera leiðandi aðili í að efla þekkingu hér á landi á mikilvægi samvinnuleiða og að sú leið verði í auknu mæli nýtt til fjármögnunar, uppbyggingar og reksturs innviða hér á landi – með sjálfbærni og langtíma virðissköpun að leiðarljósi.

Grein sérfræðings FME í málefnum lífeyrissjóða um mikilvægi innleiðingar samvinnuleiðar og alþjóðlega reynslu á þessu sviði:

Ráðstefna um flugsamgöngur sem grunninnviður í ljósi Covid. Málstofa 7. september 2020 með sérfræðingi Kontra Nordic, Simon Theeuwes.

Málþingið

Lífeyrissjóðir sem langtímafjárfestar og stjórnarhættir – málstofa 10 desember 2019 með Jake Block sérfræðingi Kontra Nordic.

Úrdráttur úr greinum Björn Z Ásgrímssonar – sérfræðings FME Seðlabankans um málefni lífeyrissjóða

Stórauknar fjárfestingar í innviðum
í samstarfi við opinbera aðila og eða
einkaaðila henta sjóðunum vel sem
langtíma fjárfestum. Slíkar fjárfestingar munu að nokkru leyti draga
úr umsvifum þeirra á innlendum
fjármálamarkaði. Sjá nánar

Grein OECD um innviðafjárfestingar lífeyrissjóða í Kanada og Ástralíu

Grein 2017 um innviðifjárfestingar á Íslandi