Ábyrgir stjórnarhættir eru grundvöllur trausts.
Ábyrgir stjórnarhættir eru grundvöllur trausts og auknar kröfur eru nú gerðar til gagnsæis í rekstri félaga og ábyrgðar stjórnar í því samhengi. Skal stjórn í skýrslu sinni í ársreikningi nú m.a. staðfesta að upplýsingagjöf stjórnenda um árangur, stöðu, áhættu í rekstri og óvissuþætti sé réttmæt og að hún gefi glöggt yfirlit. Kontra Nordic er í farabroddi þekkingaruppbyggingar hér á landi á þessu en mikil þróun er hér á alþjóðavísu og þá ekki síst tengt áherslu á samþætt reikningsskil.
Kontra býður upp á sérhæfða ráðgjöf á sviði óvissu og áhættugreininga og uppbyggingar burðarvirkis ábyrgra stjórnarhátta sem er forsenda greinargóðrar framsetningar árangurs í starfsemi tengt rekstri og samfélagsábyrgð. Kontra býður upp á ráðgjöf og óháða staðfestingu þeirra upplýsinga stjórnenda sem stjórn skal staðfesta í skýrslu sinni.
Nú í sumar var með lög nr 102/2020 skerpt á ákvæðum í 66. gr. ársreikningalaga um ábyrgð stjórnar á upplýsingagjöf fyrirtækja um árangur, áhættu og óvissuþætti. Var þetta gert eftir ábendingu frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og eftirlitsaðila hér á landi. Byggir ákvæði þetta á tilskipunar Evrópusambandsins sem með þessu hefur að fullu verið innleitt hér á landi. Krafa um upplýsingagjöf þessa varðar öll meðalstór og stór félög, lífeyrissjóði, fjármálastofnanir, fyrirtæki í opinberri eigun og sveitafélög sem fylgja eiga ákvæðum ársreikningalaga. Upplýsingagjöfin þessi liggur utan áritunar endurskoðenda á ársreikninginn. Afar mikilvægt er því að stjórnarmenn gangi úr skugga um að ábyrgir stjórnarhættir liggi að baki þeim upplýsingum sem veita skal. Fræðist nánar um mikilvægi greinargóðra viðbótarupplýsinga hér : https://kontranordic.com/links/
Að undanförnum hafa verið haldnar kynningar um breytingar sem er að verða í löggjöf hér á landi sem varða ábyrga stjórnarhætti, gagnsæi og um hlutverk lífeyrissjóða sem langtímafjárfesta. Kontra hefur komið að þessum viðburðum sem haldnir hafa verið á vegum Stjórnvísis, Hagfræðistofnunar og viðskiptafræðideildar Háskólans. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um þessa viðburði.
Ráðstefna Stjórnvísis 23.10.2020
Ábyrgir stjórnarhættir og gagnsæi- nýjar kröfur
Hundrað manns sóttu fund um ábyrga stjórnarhætti og samfélagsábyrgð fyrirækja. Slóð á upptöku af viðburðinum er hér að neðan.
Á viðburðinum var fjallað um nýja löggjöf sem varðar gagnsæi og ábyrga stjórnarhætti. Um er að ræða að búið er að skerpa á kröfu um viðbótarupplýsingar um árangur og óvissuþætti sem stjórn stað staðfesta sem gefa skal glöggt yfirlit yfir þau atriði sem fjalla skal um. Krafan nær til stærri félaga, opinberra aðila, lífeyrissjóða og sveitafélaga sem fylgja skulu ákvæðum laga um ársreikning.
Frá sjónarhóli stjórnarmanns: Sigurður Ólafsson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði og fyrirtækjum, fjallaði um ábyrgð stjórnarmanna á upplýsingagjöf til fjármagnsveitenda. Frá sjónarhóli sérfræðings í fjármálagreiningum: Jeffrey Sussman, ráðgjafi Kontra Nordic, fjallar um mun á algengri íslenskri skýrslugjöf og þess sem koma skal. Frá sjónarhóli fjármagnsveitenda: Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fjallaði um mikilvægi upplýsinga vegna greiningarskyldu fjármagnsveitenda.
Slóð á upptöku af viðburði er hér að ofan. Slóð á kynningu á viðburðinu er hér https://www.facebook.com/watch/?v=1279335579077739
Ráðstefna Stjórnvísis 20.02.2020: Ábyrgir stjórnarhættir og samfélagsábyrgð
Mjög áhugaverður viðburður sem haldinn var í Arion banka á vegum Stjórnvísi. Fjallað var um mikilvægi gagnsæis og hlutverk stjórnarmanna í ljósi nýrrar löggjafar sem ætlað er að stuðla að auknu trausti til íslensku atvinnulífi og stuðla að áherslu á sjálfbærum fjármálum. Fyrirlesarar voru Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs og Sigurður Ólafsson sem á m.a. sæti í stjórnum lífeyrissjóðs og félags á markaði. Slóð af upptöku á viðburðinum er hér : https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2585059381775400
Gagnsæi fyrirtækja – Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra – febrúar 2020
Réttar upplýsingar “skipta öllu máli” – eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir á í þessu viðtali.

Auknar kröfur til stjórnarmanna og ófjárhagslegar upplýsingar – febrúar 2020
Grein Sigurðar Ólafssonar í Viðskiptablaðinu 17 febrúar 2020 –

https://www.vb.is/skodun/um-ofjarhagslegar-upplysingar/160030/
Að standa skil á gjörðum sínum … – desember 2014

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1533789/